2003-12-06Uncategorized Standard
Laugardagur 6. desember 2003
Friðurinn úti
Þá er friðurinn úti. Óli búinn að skora á mig (Finn) að segja eitthvað karlmannlegt í blogginu sem er búið að vera uppfullt af barnatali upp á síðkastið. En nú er illt í efni því ekki dettur mér neitt karlmannlegt í hug nema kannski ferðin til Texas en Texas ku vera eitthvert karlmannlegasta fylki Bandaríkjanna. En ég held ég láti vera að kvelja lesendur með sögum af vinnuferðum (allavega í bili) 🙂
Hvað er ég svo búinn að vera að gera karlmannlegt undanfarna daga? Gæti talið upp vinnuna, en það væri nú bara “kopp át” eins og menn kalla það hér. Hmmmm…
#Hróðugur# HEY! Ég horfði á póker í sjónvarpinu um daginn!! Telst það með?? 🙂
Hmmm… Ég þarf greinilega að finna mér eitthvað karlmannlegra að gera á daginn. 🙂