2003-12-12Uncategorized Standard
Föstudagur 12. desember 2003
Góðir farþegar, þetta er karlmaðurinn sem talar…
Eins og sjá má á blogginu komst ég að því í Texas að sannir karlmenn eru þöglar sterkar týpur sem eru ekki mikið fyrir að blogga. Ég ákvað þó að rjúfa þögnina, því það þarf víst að tilkynna um sónarmyndir sem eru komnar á vefinn. Kannski ég ætti bara að gefast upp á því að þykjast vera sannur karlmaður og prófa að vera Metrosexual í staðinn. 🙂