Fimmtudagur 18. desember 2003
Allt í góðu lagi ennþá
Var að koma úr ljósmæðraheimsókn og NST, og í stuttu máli sagt þá lítur allt vel út. Fullt af vökva í kringum stelpukrílið og blóðþrýstingurinn betri en oft áður. Það hjálpar sem sagt að skólinn er loksins búinn! 🙂 Nú er bara að ganga frá síðustu lausu endunum (erm, kaupa barnarúm, kerru…) og þá erum við í góðum málum held ég!
Helsta vandamálið núna er að reyna að ákveða hvenær er best að sjá Return of the King án þess að þurfa að bíða í röð í tvo tíma áður en sýning hefst til að fá skikkanleg sæti! Svo þori ég varla að viðurkenna það, en ég er ekki ennþá búin að sjá Matrix 3…
[In English: Midwifery visit went well, bloodpressure a little better than usual and lots and lots of fluids surrounding the baby. Hope you guys had a nice trip home! :)]