2003-12-22Uncategorized Standard
Mánudagur 22. desember 2003
Skjálfti, skjálfti
Ég (F) var á fundi í vinnunni þegar allt í einu reið yfir skjálfti. Skv. fregnum var hann 6.5 á Richter skalanum og átti upptök sín mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það mun vera um 3 tíma akstur héðan að upptökum hans (held ég) og því var hann ekki mjög sterkur hér. Menn fundu þó greinilega fyrir honum og gardínur í glugganum sveifluðust aðeins til (rétt svo). Nú vantar bara Ragnar Skjálfti birtist í sjónvarpinu… 🙂