Föstudagur 26. desember 2003
Dagur 2 í lífi Önnu Sólrúnar
Ég (Finnur) er heima í augnablikinu. Var sendur heim að taka til, þvo þvottavélar og undirbúa komu litla grísins sem verður send heim á morgun (lau) um hádegi. Allt gengur ljómandi vel, Anna Sólrún borðar vel og oft, sefur vært og liggur og horfir róleg á okkur foreldrana og heiminn þegar hún vakir. Móður og barni heilsast sem sagt vel og faðirinn enn með geðheilsuna í lagi. 🙂 Við fengum nokkuð mörg símtöl í dag, mest frá fjölskyldunni en einnig vinum og svo tvö pör af gestum – Berglindi og Styrmi og svo Elfar, Veronicu með Aldísi og Þór. Ætla að reyna að setja upp svolítið af myndum af fyrsta deginum í lífi hennar á eftir (gærdeginum), sjáum hvernig það gengur. Jæja, best að koma sér að húsverki! 🙂
P.S. Við misreiknuðum þyngdina, hún er víst tæp 13 merkur en ekki 15 – reiknilistin brást okkur, vorum aðeins of annars hugar. 🙂
Day 2 in the life of Anna Sólrún
I (Finnur) am at home at the moment. I was sent home to clean up, do the laundry and prepare for the little princess’ homecoming which is will happen some time after noon on Saturday. Everything is going great, Anna Sólrún eats well and often, sleeps tight and while awake she is very alert and curious about the world around her and those strange looking parents that keep stuffing her full of milk (or attempting to). 🙂 We had lots of calls, mostly family but some from friends and two sets of visitors (Icelandic families). I am going to try to put online some pictures of her first day (yesterday), we’ll see how it goes. I better get to the laundry again! 🙂