Mánudagur 29. desember 2003
Litlu jólin
Þetta er búinn að vera rólegur dagur, við mæðgur bara búnar að vera uppi í rúmi að lúlla, drekka og skipta á bleium – og ofurpabbi er búinn að vera að basla í tölvunni, elda mat og fara í búðina. Litla fröken fór meiri að segja í náttgalla í fyrsta sinn (við fundum einn sem passar nokkurn veginn! 🙂 og henni virðist líða ágætlega. Hér í herberginu er nú hlýtt og þægilegt að vera eftir að Finnur keypti rafmagnsofn í gær til að nota í staðinn fyrir hitablásturskerfið sem heldur aldrei jöfnum hita.
Svo ákváðum við hjónin að halda loksins litlu jólin og opna jólapakkana sem hafa beðið undir trénu síðan fyrir jól! Við settumst inn í stofu og þegar pakkaopnunin var búin (við þökkum kærlega fyrir okkur!) litum við á hvort annað og uppgötvuðum að við söknuðum litlu Önnu sárlega, þrátt fyrir að hún væri nú bara sofandi í næsta herbergi!! Jedúddamía! 🙂 Annars var það helst fréttnæmt að okkur tókst að forðast að gefa hvort öðru sömu gjafirnar, en það munaði rosalega mjóu! 🙂
Mini-Christmas
It’s been a quiet day, we’ve just been lounging in bed, sleeping, drinking and changing diapers – and super-dad has been doing computer stuff, cooking and going shopping. Little miss even put on pajamas for the first time today (we found one that mostly fit!! 🙂 and she seems to be doing fine. The bedroom is now warm and cosy after Finnur went and bought an electric heater to use instead of the awful warm-air-blowing system that never keeps a constant temperature.
We then finally decided to open up all the Christmas presents that have been waiting under the tree since before Christmas! We went into the living room, and when the parcels had all been opened (thanks everybody!) we looked at each other and admitted we missed our little Anna, even though she was just sleeping in the other room! Dear oh dear! Oh, and by the way, we managed to not give each other the same things – but it was really close! 🙂