Miðvikudagur 31. desember 2003
Gleðilegt nýtt ár!! 🙂
Nú líður senn að áramótum hérna í Kaliforníu (þó nú sé eiginlega nýársmorgun heima á Íslandi) og í tilefni af því þá óskum við ykkur öllum gleðilegs nýs árs, og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða! 🙂
Dagurinn er annars búinn að vera frekar rólegur. Anna Sólrún gladdi móður sína mjög með því að sofa í 5 tíma samfleytt í nótt, en síðar í dag gerði hún okkur þann grikk að kúka svo rosalega að það fór allt upp á bak og maga – og þar með talinn á ógróinn naflastenginn… Við hjálparlausir foreldrarnir enduðum á því að hringja í svona “foreldralínu” til að fá ráð um hvernig væri best að hreinsa naflastrenginn, og núna bíðum við bara og vonum að það hlaupi ekki illt í þetta.
Annars erum við bara heima í kvöld, ekkert partýstand á okkur, en ætlum að skála í kampavíni á áramótum og veifa stjörnuljósunum sem Berglind og Styrmir voru svo góð að láta okkur fá! 🙂
Happy New Year!!
It’s almost midnight here in California (but early New Years Day in Iceland) so we’d like to wish you all a happy new year, and thanks for checking in on us in this past year! 🙂
The day’s been pretty calm. Anna Sólrún slept for five consecutive hours last night (yay!) but then gave us quite a shock later in the day when she pooped so hard it went all over her back and stomach… not to mention the umbilical cord which still hasn’t quite healed. We the helpless parents ended up calling a “parent line” which gave us advice on how to clean it, and now we’re just waiting and hoping it won’t get infected.
Needless to say, we’re just staying in tonight – no party for us – but we’re planning on toasting some champagne and waving the starlights that Berglind and Styrmir were so kind to give us! 🙂