Miðvikudagur 12. nóvember 2003
Hrefna bullukollur
Í dag var ég í tómu tjóni að reyna að fara yfir lausnirnar á heimadæmunum í kúrsinum sem ég er TA fyrir. Eitt dæmi olli mér miklum heilabrotum, því ég sá ekki betur en að ég hefði gert það rétt hérna í “den” þegar ég tók kúrsinn, en svörin voru ekki á sama máli. Ég talaði því við mér háttsettari manneskjur og reyndi að fá botn í þetta og var komin, og búin að koma öðrum, á þá skoðun að svörin væru röng – og hélt því dæmatíma í þeirri trú. Það passaði svo að eftir dæmatímann sá Fayaz (skrifstofufélagi) í gegnum bullið og þar með varð ég að viðurkenna að svörin voru rétt og ég var í tómu tjóni, svo ég þurfti að senda út “úpss” tilkynningu, sem er alltaf gaman… not!
Þetta sem sagt fór eiginlega með daginn, þannig að ég gerði ekkert nema TA stuff í dag, sem ég hefði átt að vera búin að afgreiða síðasta mánudag… grummbl!