2003-10-01Uncategorized Standard
Miðvikudagur 1. október 2003
Tíminn á “fast forward”
Þá er allt í einu skollinn á október og miðvikudagur í þokkabót! Við höfum ekki gert neitt mikið skemmtilegt, nema að ég fór í jóga í gær… Annars er ég bara búin að vera að púla við að gera heimadæmi, og skrifa lausnir fyrir kúrsinn sem ég er að TA. Ég hef ekki ennþá fengið að vita hvað ég er mörg % af TA, en sem stendur geng ég út frá því að vera 15% TA (50% er hámarkið) sem þýðir að ég á að eyða 6 klst í þetta á viku. Ég held satt best að segja að sá kvóti sé uppurinn frá og með deginum í dag fyrir þessa viku. Grumble…
Hey – Gleðifréttir dagsins er að Angel byrjar að nýju í kvöld! Og Josh Wheadon er við stjórnvölinn! 🙂 🙂