Föstudagur 3. október 2003
Ýsa var það heillin!
Við í saumaklúbbnum slógum okkur saman um daginn og festum kaup á nokkrum kössum af íslenskri haf-frystri ýsu! Í dag kom síðan pöntunin, og Guðrún stóð í ströngu í allan dag að útdeila fiskikössum því hún hafði ekki frystipláss fyrir þetta allt saman heima hjá sér. Hún Unnur var svo góð að ná í kassann minn, og hann beið því eftir mér, gaddfreðinn í kæliboxi, eftir skóla í dag. Í kvöld eldaði svo Finnur fyrsta flakið (ofnbakað, með eplum, papriku beikoni) og tókst bara vel til! 🙂
Annars er það í fréttum að mér til mikillar gleði verð ég 25% TA (Teaching Assistant) í haust, sem þýðir að ég á að eyða 10 klst í þetta á viku, sem er miklu raunhæfara en þessar blessuðu 6 sem ég bjóst við að fá. Þar sem þetta “djobb” verður algjörlega búið í lok nóvember, þá á ég auðveldara að minnka við mig vinnu þá, því á móti er ég bara 25% RA (Research Assistant) sem er líka 10 klst á viku…
Já, og svo er ég opinberlega komin 6 mánuði á leið í dag! 🙂 Jibbíí! 🙂 (Lilla segir spark, spark…)