Mánudagur 6. október 2003
Róleg helgi
Helgin var afskaplega róleg. Við vorum bara heima, Finnur gleypti í sig nýju Al Franken bókina, “Lies and the Lying Liars Who Tell Them: A Fair and Balanced Look at the Right” (sem bættist við sístækkandi safn okkar af “right-bashing” bókum, svo sem “Stupid White Men” og “Weapons of Mass Deception“…) og ég dundaði mér við að laga litinn á gömlu digital myndunum okkar (þær voru allar hálf bláar) og rauð augu áður en ég sendi þær í framköllun, 162 stykki takk fyrir kærlega! 🙂 Þar með er ég komin fram í apríl 2002, og því á ég bara eftir að vinna upp rúmt ár.
Reyndar, á netflakki mínu um helgina, rakst ég á skemmtilegt fyrirbæri þegar kemur að umsögnunum á Amazon.com með svona “right-bashing” bækur, og það sama á við um “left-bashing” bækur… Svo virðist sem allar helstu bækurnar (t.d. þessi) þjáist af 1 stjarna/5 stjörnur “syndrómi”, annað hvort eru þetta æðislegar bækur, eða höfundurinn ætti að brenna í helvíti… íííínterestíng…
Svo gerðist sá gleðiatburður að alveg ókunnug kona á kassanum í Safeway tók eftir því að ég er ólétt og spurði hvað ég væri komin langt á leið. Þar með er ég víst orðin “opinberlega” ófrísk! 🙂