Þriðjudagur 7. október 2003
Ég er nú ljóti vitleysingurinn
Ekki spyrja mig af hverju, en ég tók á rás (þ.e. hljóp) smá spotta eftir ganginum í skólanum, og uppskar fyrir vikið tognaðan nára!!! Af hverju hlustaði ég ekki á Pilates kennarann minn sem sagði mér að liðböndin í ófrísku linast án þess að vöðvarnir nái að fylgja á eftir, svo manni er súper hætt við allri tognun… Urrdann bíttann…! En vonandi verður þetta orðið betra á morgun, svo ég geti gengið betur… 🙂
Annars fór ég í skoðun í morgun, fyrstu skoðunina eftir að ég fékk bréfið um að eftir þann 31. desember verður enga ljósmóður að finna á Stanford spítala. Skoðunin gekk svo sem vel, og ég held að ég eigi líklega bara eftir að halda áfram í mæðraeftirliti hjá þeim, og lenda síðan bara á einhverjum til að taka á móti barninu. Mér heyrðist á henni að jafnvel þó ég myndi skipta yfir á eitthvað annað prógram á spítalanum, þá myndi ég samt líklega bara lenda á “einhverjum”… Þannig að það er þó betra að fara til þeirra og hafa nægan tíma til að ræða málin heldur en að fara til tímabundins læknis…
Og, já… Tortímandinn er orðinn fylkisstjóri… great… núna get ég hvorki meikað að hlusta á forseta landins, né fylkisstjórann…