Föstudagur 17. október 2003
Vikan loksins næstum búin
Kennslustundin í gær gekk allt í lagi held ég. Reyndar voru fyrstu 5 mínúturnar algjört hakk því ég bara gat ekki með nokkru móti tjáð mig á skiljanlegri ensku (enda klukkan bara 09:00!), en svo hitnuðu talstöðvarnar og heilabúið og þetta gekk ágætlega eftir það. Ég náði að fara yfir allt sem ég átti að fara yfir og þegar ég var búin voru 5 mínútur eftir af tímanum sem mér fannst nú bara nokkuð gott, enda þá búin að mala í klst og 10 mínútur um loftnet.
Þegar bullið var búið varð hins vegar algjört spennufall hjá mér og ég var hálfsofandi það sem eftir lifði dags, þar til að ég fattaði um þrjúleytið að ég átti eftir að byrja á heimadæmunum sem ég á að skila í dag… úpps! Ég komst hins vegar ekki í heimadæmin því Sarah hélt grúppufyrirlestur um rásina sem hún er búin að vera að hanna og eftir það fékk ég klst kennslu um hvernig “smárar” (transistorar) virka og eru notaðir, sem ég náði hreint aldrei alveg hérna í “den”.
Um kvöldið bauð Finnur þeim Tomma, Sigga og Jóa (þeir vinna fyrir Greenborder í Kanada) í mat (íslenska ýsu að sjálfsögðu). Það gekk erfiðlega að finna rétt hráefni í uppskriftina, en okkur tókst í lokin að bjarga þessu fyrir horn með mjólk og sykri… 🙂 Basically, þá má maður aldrei gera ráð fyrir því að geti fundið hráefni í USA sem teljast “eðlileg” á Íslandi…
Í tilefni af því vill Finnur koma á framfæri þessum lista yfir krydd heimsins… 🙂