Laugardagur 25. október 2003
Yfirvofandi helgar-hitabylgja
Prófið í gær gekk ágætlega, og heimadæmunum var skilað á réttum tíma, svo aldrei þessu vant var ég komin heim klukkan rúmlega þrjú! 🙂 Þá tók við bakstur fyrir saumaklúbbinn, gulrótarkaka, kanelsnúðar, epla”kaka” og heitur réttur og þetta var allt tilbúið klukkan átta… 🙂 Sem betur fer var Finnur algjör hetja og þreif á meðan ég stússaðist í eldhúsinu því annars hefði þetta líklega ekki náðst. Hann fór síðan og lék sér við Augusto á meðan saumaklúbburinn stóð. Sökum veikinda, ferðalaga og ofþreytu var þetta nú frekar fámennur fundur (mættar voru Guðrún, Jónína, Sigga, Soffía og Sólveig Kjartans) en hann var bara kósí fyrir vikið, og síðustu fundarmenn yfirgáfu svæðið um miðnætti.
Planið í dag er bara að slappa af, sofa, éta, horfa Everwood sem ég tók upp, gera kannski smá vefstöff – og síðan síðast en ekki síst að flýja íbúðina seinna í dag því það er spáð 35 stiga hita! 🙁 Á morgun er búið að plana köfun í Monterey (við ströndina) og það verður vonandi ekki svo heitt þar. Annars er það Finnur sem er að fara að kafa (með Loga og einum öðrum), ég fæ að vera strandaður hvalur á meðan… 🙂