Miðvikudagur 29. október 2003
Allt skrítið búið í bili
Í gær kláraði ég að skrifa lausnir fyrir miðsvetrarprófið sem var í radarkúrsinum (ég átti tvö dæmi á prófinu, mín fyrstu prófdæmi ever!) og þar með eru allir óvenjulegir skólahlutir afgreiddir fram í byrjun desember… Ahhh… “life as usual” getur núna tekið við! 🙂 Ég fór meiri að segja í jóga í gær, það var alveg eðal… nema hvað að eitthvað er efri parturinn farinn að þyngjast, höndunum til nokkurrar hrellingar, hehe..! 🙂
Síðan reyndi ég við “Fiskur í raspi” uppskriftina úr bókinni “Maturinn hennar mömmu”, en það er ljóst að hlóðarglóðir “mömmu” hafa ekki verið eins heitar og eldavélin okkar, því ég skaðbrenndi aðra hliðina á fisknum, ahemm… En það kom ekki mikið að sök því maður gat bara sleppt því að borða raspinn þeim meginn… 🙂 Gengur bara betur næst!