Þriðjudagur 9. september 2003
Rigning
Það er barasta búið að rigna í dag! Þar fyrir utan er lítið að gerast, Finnur var hetja gærdagsins og tók til í eldhúsinu, setti í þvottavélar og gekk frá þvottinum, sendi stafænar myndir í framköllun og ég veit bara ekki hvað og hvað! Á meðan svaf ég á mínu græna eyra og var gjörsamlega “júsless”. Annars er lífið bara að detta í sinn vanagang… Reyndar ætlum við Berglind í ólettu-jóga á eftir og það verður vonandi gaman. Þess fyrir utan er ekkert planað. Skrítið að vera kominn heim í svona rólegheit eftir öll mannamótin á Íslandi. Reyndar fórum við til Jónínu og Eggerts á sunnudaginn, en þau eru flutt í nýtt hús – og ekkert smá hús, með sundlaug í bakgarðinum ásamt grillaðstöðu sem inniheldur ísskáp! En það er samt eitthvað voða tómt í kotinu okkar, enda ekki lengur í fæði og húsnæði hjá öðrum.