Þriðjudagur 16. september 2003
Sjónvarpið að byrja
Veðrið er aftur komið í lag eftir hitabylgju helgarinnar – og ég er mætt við skrifborðið mitt að vanda. Hápunktur vikunnar er líklega að Everwood var að byrja aftur sem þýðir að hægt og rólega er sjónvarpið að vakna aftur til lífsins. Ég er samt ekki búin að sjá fram á að við stækkum stöðva-úrvalið (erum með 2-36 sem er PBS, NBC, ABC, CBS, Fox, UPN, WB, glás af spænskum stöðvum og sölustöðvum, C-Span, Food Network og FX… Svo reyndar náum við líka 65-101 sem inniheldur BET, Oxygen, Country og beinar útsendingar frá Kaliforníu-þingi… vibbíí!). Það eina sem ég sakna úr gamla pakkanum (sem kostar $40 dollara í staðinn fyrir $15) er Daily Show með Jon Stewart – spurning með að dobbla einhvern til að taka það upp fyrir mann fjórum sinnum í viku… 😉