Föstudagur 19. september 2003
Hvert fór þessi vika eiginlega?
Þar með er síðasta vikan áður en skólinn byrjar á enda komin… Reyndar er ég að borða morgunmatinn núna, þannig að ég býst við að allur föstudagurinn sé eftir, en svona þess fyrir utan þá hefur þessi vika liðið undarlega hratt! Ætli það sé ekki það sem gerist þegar maður tekur upp á því að heimsækja fólk á kvöldin til að spila Pinochle (nýjasta nýtt, til í mörgum afbrigðum, en þetta eru nokkurn veginn reglurnar sem við notum fyrir utan að sá sem vinnur bid-ið fær 2 spil frá meðspilara en ekki 4)…
Annars er það helst að frétta úr skólalandi að í gær byrjaði fólk að flytja inn á kampus fyrir veturinn og því nokkuð margt um manninn, amk miðað við eyðilandið sem kampusinn er á sumrin – fyrir utan þessar týpísku rútur fullar af Asíubúum sem stoppa við af og til…
Úr ófrískulandi er ekki mikið að frétta heldur, ég er næstum komin 25 vikur á leið, tæpa sex mánuði, og það er aðeins farið að sjást á mér. Samt ekki komin á “hvenær áttu að eiga?” stigið… Jú, og svo fær maður svona sparkseríur af og til á daginn. Annars virðist allt ganga vel (fyrir utan þrálátar blöðrubólgur… ahemm) og ég fer í skoðun næst þann 8. október. 🙂