Laugardagur 20. september 2003
Jú have gott to bí fökkíng kiddíng mí!
Nú féllu mér allar flær úr flösu. Var að fá bréf frá spítalanum. Það byrjar svona:
“Dear Patient,
It is with deep regret that we announce that the Midwifery Service at Stanford will be closing effective January 1, 2004. The reason for the closure is a budget shortfall that is a result of current healthcare financing.”
… Ég á að eiga þann 3. janúar 2004… Great timing… Þetta heldur áfram:
“As of October 1, 2003, the Midwifery Service at Stanford will be entering a time of transition. We will continue to provide prenatal and postpartum care during our usual clinic hours. Midwifery coverage of Labor and Delivery will be Monday through Friday, 8am – 5pm. During these hours, a midwife will also be available via the Stanford page operator for questions and concerns. After hours, and on weekends, the attending physicians and a resident team of the Stanford Women’s Clinic will be collaborating with us to provide full care.”
Svo segir að þjónustan hafi verið í boði frá 1994, og að þær þakki fyrir samvinnu við stafsfólkið…
Gat nú skeð að maður fengi ekki að eiga barn upp á “íslenska mátann”, þar sem ljósan sér um mann nema þá að eitthvað komi upp á og þá sé læknirinn kallaður til. Neinei, í staðinn fer ég bara á læknafæribandið (mænudeyfing, check!), þar sem læknirinn gerir mér þann mikla greiða að koma rétt þegar fer að sjást í kollinn og “grípur”… Ok, kannski smá fordómar hér – en fyrr má nú fyrr vera!!
Af höllum og gómsætum veitingum
Annars hélt Soffía saumaklúbb “í sveitinni” í gær, í húsinu/höllinni sem hún og Ágúst + 5 börn og Au Pair eru nýflutt inn í. Þar fékk maður algjört víðáttubrjálæði og afskaplega góðar kökur og aðrar veitingar… Nammi namm! 🙂