Laugardagur 2. ágúst 2003
Þetta ER smitandi!!! 🙂
Það tilkynnist hér með að hún Berglind hans Styrmis er ólétt og komið ca. 12 vikur á leið!!! 🙂 Fyrir þá sem ekki vita þá búa þau hjónakornin hérna á svæðinu, nánar tiltekið á Stanford kampusnum, og Styrmir er í doktorsnámi í rafmagnsverkfræði alveg eins og ég, bara árinu á undan. Hún á að eiga í lok febrúar á næsta ári. Þetta er auðvitað algjör snilld því það er svo gaman að vera með svona óléttu-buddy!! 🙂
Annars var sundlaugarpartý hjá Guðrúnu og Snorra í dag (þar sem ofangreint var tilkynnt) og það var alveg eðal samkoma! Fullt af góðum mat og alveg hrúga af smábörnum… 🙂
Fyrir þá sem vilja vita þá gekk skoðunin hjá ljósmóðurinni vel í gær, barns-hjartslátturinn var hraður og taktviss og það var allt eðlilegt í AFP prófinu sem ég lét gera um daginn. Núna er bara sónar á miðvikudaginn og svo Ísland á föstudaginn! 🙂