2003-08-04Uncategorized Standard
Mánudagur 4. ágúst 2003
Karfahjónin
Eftir yndislegan dag á ströndinni með Loga og Tassanee, þar sem Logi og Finnur fóru í tvo köfunarleiðangra með ný-vatnsheldu myndavélina okkar, komum við hjónakornin heim og breyttumst hægt og rólega í karfa-hjónin-ógurlegu…
Við erum sem sagt bæði skaðbrennd í framan, og Finnur er líka aðeins brenndur á höndunum. Kjánarnir við settum nefnilega aldrei á okkur sólarvörn, og til að bæta gráu ofan á svart þá sofnuðum við á ströndinni á meðan L&T; fóru og náðu í tjaldhimininn þegar sólin hristi loksins af sér morgunskýin… Ahemm, gott að vera á leiðinni heim til Íslands og langt í burtu frá geðveikri sól… 🙂 Og, já, vatnsheldi myndavélakassinn stóð sig rosalega vel! 🙂