2003-08-06Uncategorized Standard
Miðvikudagur 6. ágúst 2003
Dregur til tíðinda
Við Finnur (reyndar aðallega ég) fórum í sónar í dag og það leit allt voða vel út. Barnið var reyndar í “fósturstellingu” svo eitthvað gekk erfiðlega að finna og skoða allt sem þurfti að finna og skoða, en þetta hafðist að lokum. Við fengum líka að vita kynið, en við ætlum að bíða örlítið með að setja myndirnar og allt það á vefinn og gera þetta opinberlega opinbert þar til við komum heim á laugardaginn… 😉