Fimmtudagur 3. júlí 2003
Við erum að fá gesti!! 🙂
Hún Vala svala hafði samband við mig í morgun og eftir smá skipulagningarstúss, þá var það ákveðið að hún og Óliver komi hingað um helgina (sem byrjar á morgun, 4. júlí) alla leiðina frá LaLaLandi (Los Angeles). Þar með verða þau fyrstu næturgestirnir í íbúðinni eftir að við eignuðumst húsgögn (Jóhann og Kata komu vikuna sem við fluttum inn og sváfu í tómri stofunni) sem ætti að vera spennó!! Eftir smá hugsanamall er ég á því að færa stofuborðið og leyfa þeim að sofa fyrir framan sjónvarpið… en það á eftir að leggja það fyrir nefnd! 🙂
Óliver vill sem sagt endilega koma hingað norður til að seglbrettast, en við Vala ætlum að fara í verslunarleiðangur á meðan, enda orðnar gjörsamlega bolalausar í henni bolaóðu Kaliforníu! Hvað Finnur gerir veit enginn, en það verður örugglega eitthvað! 🙂
Og já, svo viljum við endilega hvetja fólk til að koma í heimsókn, ég veit að við verðum hérna að “eilífu” og að það kostar sálina að fljúga hingað til Sauðárkróks frá menningunni, en “eilífðin” er alltaf styttri en maður heldur og hver þarf svo sem á sál að halda?!?! 🙂