Miðvikudagur 9. júlí 2003
Vigtar maður hveiti?!?!
Augusto og Sarah komu aftur í heimsókn í gærkveldi, og Finnur eldaði aftur (endurtekið frá sunnudegi) ofan í okkur öll ljúffengan pastarétt! 🙂 Aðalmarkmið heimsóknarinnar var að sjálfsögðu að klára púslið og viti menn, það tókst! 🙂
Annað afrek kvöldsins var svo að mín ákvað að vera súper húsmóðurleg og bjóða upp á eplaböku (sneidd epli, kanelsykur og hveiti/sykur blanda ofan á). Það vakti mikla kátínu því Sarah vissi ekki hvert hún ætlaði þegar ég tók til við að VIGTA hveitið og sykurinn og SMJÖRIÐ (það þótti alveg súperstórfurðulegt!!!). Hér í landi hinna frjálsu tíðkast víst að mæla allt eftir rúmmáli… Þá held ég að það sé nú nákvæmara að vigta hveiti, enda er alltaf hægt að þjappa meira í bollann, ekki satt?!! 🙂