Laugardagur 12. júlí 2003
Dagarnir þjóta áfram
Fimmtudeginum síðasta eyddi ég með Guðrúnu og Baldri á meðan þau biðu eftir að bíllinn þeirra væri búinn í “yfirhalningu”. Nema hvað að það tók verkstæðið heilan dag að skipta um olíu á bílnum og fjögur dekk!! 🙂 En það var afar “næs” dagur þar sem við röltum í búðir og enduðum heima hjá okkur að horfa á “Hellisbúann”!!
Á föstudaginn sótti ég um mitt fyrsta leikskólapláss (!!!) og eyddi síðan deginum í að hreinsa “inboxið” sem var orðið ofvaxið, og þar fann ég auðvitað fullt af pósti sem ég hafði aldrei svarað eða gengið frá. Til dæmis voru þar faldar nokkrar “aðsendar myndir” frá ýmsum. Um kvöldið vorum við síðan boðin í mat til Guðrúnar og Snorra (ljúffengar steikur) og fórum ekkert heim fyrr en rúmlega tvö um nóttina eftir ágæta spilamennsku (Finnur rústaði okkur í Settlers) og almennt spjall. Ekki skemmdi fyrir að um tvöleytið kláraði brauðvélin eitt stykki brauð og við fengum því nýbakað brauð og með því! 🙂
Í dag var ég síðan að klára að klippa Finn minn, nú er hann bara eins og nýr maður! 🙂 Síðan verður stefnan tekin á grillveislu hjá Kerri og John, en foreldrar hennar og litla systir eru í heimsókn um þessar mundir. Mig grunar að það verði mikið talað um tilvonandi brúðkaup þeirra skötuhjúa, sem verður eftir rúmlega ár… en mamman er víst alveg að flippa yfir í að planleggja þann mikla viðburð! 🙂