Þriðjudagur 15. júlí 2003
Php og style sheets
Á sunnudaginn síðasta herti ég loksins, loksins upp hugann og “lærði” að nota php og style sheets við vefsíðugerð. Ég kom mér (og öðrum, en það er önnur saga) nefnilega í talsvert klandur síðasta vetur þegar ég uppfærði útlitið á deildarvefsíðunni, því síðurnar mínar voru allar “statískar” og þannig var “aðalmatseðillinn” (e. main menu) harðkóðaður á hverri síðu. Ég sá því fram á það að til að breyta skipulaginu á vefnum (sem ég þarf að gera fyrir næsta vetur) þá þyrfti ég að fara handvirkt í gegnum u.þ.b. 30 html síður fyrir hverja breytingu…
En núna er það úr sögunni!! 🙂 (Gleði, gleði!) Núna er aðalmatseðillinn (og töfluuppsetningin öll) falin í EINNI SKRÁ (Gleði, gleði!) og allar “font” skipanir hafa verið gerðar útlægar – þannig að núna lítur grunnkóðinn ekki lengur út eins og stafasúpa, heldur bara krúttlegasti html kóði… 🙂 (Ok, ok, reyndar þurfti ég að fara í gegnum allar he… 30 síðurnar til að breyta þessu, en ég held að það hafi verið þess virði. 😉
Nýja útgáfan er reyndar ekki komin í loftið, hún er ennþá falin á bak við luktar dyr, en þetta er sem sagt það sem gærdagurinn og eitthvað af deginum í dag fór í. Þess fyrir utan er ég búin að vera að plokka út blessuðu merkin frá MGS og ODY, en það gengur hægt.