Mánudagur 2. júní 2003
Komin heim aftur
Tjaldferðalagið heppnaðist rosa vel! 🙂 Við Finnur lögðum af stað klukkan 08:30 á laugardagsmorgni, og vorum mætt á tjaldstæðið í Clear Lake State Park á hádegi! Þar var þvílík blíða, sólin hátt og lofti og næstum ólíft í sólbaði…!! Við hittum á hópinn (20 manns, 50% börn) við vatnið sem var töluvert neðar en tjaldstæðið okkar. Sem betur fer gátum við leigt kayaka á ströndinni (við fengum 4 fyrir 3 díl 🙂 og eftir að hafa prufukeyrt hann með ströndinni þá fór ég með Kjartani upp eftir einni á (undir lága brú og allt) og það var bara eins og vera í bíómynd, þetta var alveg rosalega fallegt. Verst var að ég var ekki með myndavélina 🙁
Hvað um það, eftir strandveruna þá var haldið aftur í tjaldið og þegar líða tók á daginn fékk ég því miður ferlegan hausverk, sem þýddi að ég svaf af mér meiri partinn af kvöldinu. Ég er á því núna að ég hafi fengið sólsting… 🙁
Daginn eftir var ég því með hatt – og allt gekk miklu betur! Svo komum við heim á sunnudeginum og fórum í bíó! 🙂