Mánudagur 16. júní 2003
Hva? Var skólinn ekki búinn?
Hér sit ég nú við skrifborðið mitt í skólanum enda verð ég á ágætis launum hér í sumar við að sitja við skrifborðið og gera eitthvað sniðugt. Sem mér finnst ekkert verra! 🙂 Helgin var annars mis-hektískt. Laugardagurinn rann hjá við prjónaskap og púsluspil en á sunnudeginum var ég í fullri vinnu við að hjálpa til við útskriftina hérna við deildina. Fékk heila $12 dollara á tímann fyrir 6 tíma vinnu sem fól í sér að blása upp helíum-blöðrur, raða blómum, líta “opinberlega” út og svara spurningum gesta, vera algjört “bitch” og neita fólki að flytja stóla undir tré (í skugga – vegna hættu á kaósi og safty-hazard út af ósléttu undirlagi – en svo flutti bara annað fólk stólana eftir að ég fór að…), hjálpa til við að raða 80 nemendum (mastersnemar A-L) í stafrófsröð, vera meira “bitch” og segja fólki að krjúpa niður þar til það þyrfti að taka myndir og setjast svo aftur í sætin og svo að lokum þá fékk ég að týna upp allt ruslið eftir 1600 manns.
Var þetta þess virði? Eiginlega alls ekki – fyrir utan það að núna get ég gengið inn á konurnar á neðstu hæðinni og fengið ennþá betri þjónustu því ég var svo dugleg að hjálpa til… 😉 Lærdómur dagsins var annars sá, að ef fólki er gefið tækifæri til að vera eigingjarnt, þá grípur það það óhikað. Þannig myndaðist veggur af standandi gestum fyrir framan sitjandi gestina því það var gerð gangbraut fyrir aftan þar sem nemendurnir sátu, og fólk var ekkert að bíða eftir að þeirra nemandi væri kallaður upp, heldur stóðu allir upp og tóku sér stöðu um leið og byrjað var að afhenda rétta gráðu!! Afleiðingin var algjört kaós, því þeir sem sátu sáu ekki neitt og urðu að flytja sig, eða standa líka! Gaaaa….!!!
Eftir afslappandi eftirmiðdegislúr fórum við svo til Fremont um kvöldið og kvöddum Þráinn og Elsu sem eru alfarin frá Kaliforníu (sniff, sniff) og ætla að fara í sumarfrí til New York og Ítalíu áður en þau flytja í Kópavoginn.
Var ég annars búin að minnast á það að Finnur keypti handa okkur nýja tölvu heima?… Meira um það seinna.