Fimmtudagur 26. júní 2003
Langar heim að lesa… 🙂
Erin lánaði mér nýjustu Harry Potter bókina í gær, og ég er búin með rúmar 100 bls… Svo var Finnur voða duglegur að forrita í gærkvöldi, þannig að núna líður mér eins og þetta sé barasta svo gott sem komið hjá okkur, og ég nenni ekki að gera nokkurn skapaðan hlut í dag. Langar sum sé heim að lesa meira… 🙂
Annars er hér smá deildarslúður því Augusto og Sarah eru búin að slá sér saman (eða eru svona í startholunum) og það eina sem fólk getur sagt er “loksins!” 🙂 það verður gaman að sjá hvað verður úr því… hehe
Eini gallinn við að fara heim samt er að það er spáð 37 stiga hita í dag!!!!!! Og við erum ekki með neina loftkælingu, bara viftur… Gaaaaa!!!
Gaaaa! tvö!
Blogger-forritið/vefsíðan virðist hafa breytt um útlit í nótt og tapað öllum íslensku stöfunum í leiðinni! Ég nenni ekki að hand-laga restina af póstunum, en ég vona að þetta komist í lag bráðlega…
Ahhh…
Þetta var bara einhver silly formatting-stilling! Allt orðið íslenskt aftur! 🙂