Sunnudagur 29. júní 2003
Forriti, forriti…
Í dag lögðum við Finnur (vonandi!… 7, 9, 13…) lokahönd á forritið sem leiðbeinandinn minn þarf á morgun til að taka á móti merkjum utan úr geim fyrir fína fólkið frá JPL. Nú er bara að banka svoldið meira á timbur og vona að allt gangi vel… 🙂
Annars snöggskánaði veðrið í dag, bara um 25 stiga hiti með köldum gusti af hafinu sem þýddi að sólinni tókst ekki að steikja okkur hérna inni því við vorum svo sniðug að draga fyrir gluggana og loka þeim akkúrat þegar sólin fór að skína inn, svo kalda loftið frá því í morgun dugði til að vinna á móti hitaaukningunni, þar til það versta var yfirstaðið… 🙂 Kannski að maður ætti að hanna svona sjálfvirkt kerfi sem sér um að hámarka nýtingu á gluggum, gluggatjöldum og viftum til að halda hitastiginu góðu…?! 🙂 Hvað segir Hólmfríður loftræstikappi?!?! 🙂