2003-05-08Uncategorized Standard
Miðvikudagur 7. maí 2003
Krakkaafmæli
Eins stórmerkilegt og það er, þá eiga börnin (6 talsins) þeirra Soffíu og Ágústs afmæli á ca. 2ja mánaða fresti. Í gær átti Stefán einmitt 10 ára afmæli og það var haldið BBQ í tilefni af því. Reyndar var kaldur vindur þannig að það var ekkert mjög gaman að sitja úti (svo við færðum okkur inn) en sem betur fer rigndi ekki. Annars var afmælið hin fínasta skemmtun og við fórum ekki heim fyrr en tæplega níu um kvöldið. 🙂
Þegar heim var komið horfðum við á Season Finale af Angel (síðasti nýi þáttur vetrarins) sem gaf til kynna að margt ætti eftir að breytast næsta vetur – þ.e. ef þeir hjá WB ákveða að panta nýja þáttaröð, sem kemur ekki í ljós fyrr en næsta þriðjudag… grrr…arrrgh! 🙂