Föstudagur 16. maí 2003
Pakkaður dagur
Byrjaði daginn á því að pakka inn tíu trúlofunargjöfum (!!!) fyrir Kerri&John; og Önu&Roberto; (þar af tvær alvöru per par, og þrjár meira í djóki, sjá myndir vonandi einhvern tímann!) áður en ég hélt í skólann. Fór í tíma (geissp), lá á netinu, fór á fyrirlestur um notkun hreyfiskynjunar með handtölvum til að “skrolla” og klukkan tvö fór ég svo á doktorsvörnina hans Þráins í jarðefnafræði. Fyrirlesturinn gekk barasta vel (það var mikið um vatn og hvernig H2O hagaði sér í einhverri steindinni) og rúmum klukkutíma eftir fyrirlestrarlok lauk yfirheyrslan og þar með stóðst hann doktorsvörnina! Til hamingju með það Þráinn!! 🙂
Ég gat reyndar ekki beðið eftir að yfirheyrslan kláraðist, því í dag héldum við loksins trúlofunar-grillveisluna fyrir ofangreind pör – og hún tókst bara vel. Það hjálpaði óneytanlega til að það var svona 25 stiga hiti í dag (loksins, loksins almennilegt veður!!) jafnvel þó það væri nokkuð skýjað. Maturinn heppnaðist vel og ég held að gjafirnar hafi vakið lukku. Að grillveislunni lokinni labbaði ég yfir til Elsu og Þráins og þar vorum við Finnur fram á kvöld í útskriftar/kveðjupartýi, því Elsa og Þráinn flytja til Íslands eftir rúmlega mánuð (með smá stoppi á Ítalíu).
Baldur Snorrason lítur dagsins ljós!
Við fengum þær gleðifréttir í gær að Baldur Snorrason (sonur Settlers-spilafélaga okkar, þeirra Guðrúnar og Snorra) kom í heiminn þann 15. maí 2003 klukkan 5:59 að morgni. Hann vóg 3535 grömm (14 merkur) og var 52 sentimetrar. Til hamingju með drenginn Guðrún, Snorri og Sif!! 🙂