2003-05-18Uncategorized Standard
Sunnudagur 18. maí 2003
Ætli þetta sé smitandi?!
Hún Guðrún var ekki fyrr búin að unga honum Baldri út þann 15. maí (sjá myndir), en Solla hans Gunna (þau búa í Santa Barbara) eignuðust sitt fyrsta barn, hana Arndísi Dúnu, í gær, 17. maí!! Við óskum þeim öllum að sjálfsögðu innilega til hamingju með stórmyndarleg og heilbrigð börn!
Grumble grumble
Loksins loksins þegar það er komið sumarveður í Bay Area þá verð ég að eyða þessum gullfallega sunnudegi í próflestur fyrir Tölulega rafsegulfræði “miðannar”prófið sem er í fyrramálið – einmitt þegar Finnur fer með vinnunni sinni á Matrix Reloaded (sem við erum ekki búin að sjá ennþá því við erum lélegir nördar)… Þetta er nú meira hundalífið!!