Þriðjudagur 20. maí 2003
Fullkomnun!
Við heimsóttum Guðrúnu og Snorra í gær og kíktum á hann 4 daga gamlan Baldur þeirra. Hann er í stuttu máli sagt fullkominn!! 🙂 Sléttur og fínn, með hárlubba og afskaplega fríður í þokkabót! 🙂 Það kom líka heldur betur í ljós hvað það er langt síðan ég hef haldið á svona litlu barni, maður var svoldið kauðalegur svona… en það á örugglega eftir að lagast í síðari heimsóknum, en hvort það er vegna þess að hann á eftir að stækka, eða ég að bæta “tæknina” verður erfitt að segja!
Sorgardagur
Í dag verður allra allra síðasti nýi Buffy the Vampire Slayer þátturinn sýndur og það er algjör bömmer. Reyndar er ég sammála því að það er kominn tími á þetta, erfitt að halda dampi í meira en 7 “season” – en það er samt svekkelsi að tapa þriðjudags-helgistundinni… 😉
Það skondna er að nú þegar Buffy er að hætta, kemur í ljós hversu margir eru hrifnir af þessum þáttum því undanfarna daga hafa birst “kveðjugreinar” í mörgum stærstu fréttamiðlum landsins!! Google News er með yfirlit yfir greinarnar.