Föstudagur 23. maí 2003
#Það er komið sumar… dúmm dúmm dúmm… sól í heiði skín…# 🙂
Þessa vikuna hristi Bay Area af sér vor-rigninguna og það er búið að vera 27-29 stiga hiti alla vikuna. Það er nú reyndar aðeins í heitara lagi fyrir mig (og íbúðina sem er ekki með neitt “kælikerfi”) – en þetta á víst að lagast og fara niður í 22-24 stiga hita í næstu viku. Þess á meðan hangir maður á skrifstofunni sem er loftkæld og íhugar hvort maður eigi að kaupa sér sumarföt… 🙂
Vikan er annars búin að vera ágæt. Í gærkvöldi fórum við aftur til Guðrúnar og Snorra og spiluðum Settlers og Carcasonne. Það gekk bara vel þrátt fyrir að Baldur (sem á núna sína eigin vefsíðu) væri voða svangur allt kvöldið og gerði Guðrúnu aftur og aftur að einhentum spilara… 🙂
Í dag ætlar Finnur á Matrix með vinnunni sinni klukkan 13:00 – og ég nenni ekki með því það myndi slíta daginn svo í sundur hjá mér og ég er hægt og rólega að lenda í djúpum heimadæma/lokaverkefna-skít… Hins vegar er ég að gæla við að fara í sund (sjá myndir af Stanford sundlauginni, sem samanstendur af fjórum laugum á “litlum” bletti, tveimur 50 metra laugum, einni vatnapóló-laug og einni stungulaug) um 6-leytið og sóla mig svoldið… 🙂 ahhhh….