Sunnudagur 25. maí 2003
Fylkið
Loksins loksins fannst mér óhætt að fara á The Matrix Reloaded – og jibbíkóla – mér fannst myndin góð!!! 🙂 Betri…!!! Nördasleeeef…. 🙂 Einhvern veginn bara virkaði myndin fyrir mér, ég var ekkert að pirra mig út í textann (sumum finnst hann stirður) eða söguleysi eða hvað það nú er sem fólk er að böggast út í… Mér fannst hún taka fyrri myndina og stækka “heiminn” á afskaplega ásættanlegan hátt… Nú er bara að sjá hana aftur í bíó… 🙂 🙂
Við fórum sem sagt á 16:40 sýningu til að fá pottþétt góð sæti án þess að standa í röð í 2 klst – og eftir að við (ég, Finnur og Augusto, þeir báðir að sjá myndina í annað skipti) komum út og höfðum fengið okkur borgara á In & Out, héldum við beinustu leið heim og horfðum á upprunalegu Matrix myndina!! Það var gott að sjá hvernig þær tvær haldast í hendur með viss þema, eins og þetta með “valið”…
Sem sagt, algjör Matrix dagur – og til að toppa tilveruna alveg þá er frídagur (Memorial Day) á morgun!! Kannski að maður setji loksins nokkrar myndir á netið… ahemm… 🙂