Miðvikudagur 2. apríl 2003
Og hér með byrjar same old, same old…
Jæja, þá er maður kominn til Kaliforníu aftur… Ég lenti í gær klukkan þrjú eftir hádegi að staðartíma eftir rúmlega tíu tíma beint flug frá London! Gleði ferðarinnar var án efa sú að þeir sýndu The Two Towers á leiðinni yfir hafið – og meiri að segja “Return to Middle-Earth” heimildarmyndina um gerð kvikmyndarinnar beint á eftir… Yay!! Svo horfði ég líka á Bond, James Bond, í Die Another Day (djö er Ísland undarlegt land) og smá af 8 Mile með Eminem litla.
Svo tókst mér að halda mér vakandi til 9 um kvöldið með hjálp Finnsa litla og svaf svotil í einni striklotu til klukkan 8 í morgun (vaknaði aðeins um 4 í morgun en tókst að sofna aftur)… þannig að ég vona að svefnmynstrið sé komið í lag… 🙂 Og nú er ég mætt á skrifstofuna og það eina sem ég heyri er að það sé allt svo “quiet” þegar ég er í burtu… svona eins og í kirkjugarði bara!! 😉