Sunnudagur 6. apríl 2003
Þar týndum við einni klst…
Í dag byrjaði “daylight savings time” og meiripartur Bandaríkjanna flýtti klukkunni um eina klukkustund í nótt. Og með “meiripartur” á ég við að einstök ríki komast upp með að sleppa þessu rugli, eins og Hawaii og Arizona sem neita að hreyfa við klukkunni. 🙂
Annars hafa síðustu dagar verið nokkuð rólegir, ég búin að hanga í vinnunni en bara leika mér í vefsíðugerð, en í gær heimsóttum við hana Trudy sem vinnur með Finni. Hún bauð okkur og svo einu öðru pari frá Englandi í eftirmiðdegisgöngutúr og svo kvöldmat sem var alveg eðal. Svo spiluðum við “mexíkóska lest” með dómínókubbum sem fara alveg upp í 12 að verðgildi! 🙂 Á meðan lék 12 ára sonur Trudy sér í Nintendo 64 tölvunni ásamt þremur sonum Giles og Jackie svo það var friðsælt hjá fullorðna fólkinu! 🙂
Hvað varðar daginn í dag þá ætlar Finnur að fara að kafa með Loga, og ég ætla að vera strandafiskur á meðan… hreinlega treysti mér ekki í að kafa eftir að hafa verið “jet-lagged” síðan á þriðjudaginn… (sem sagt í augnablikinu er “kafa” = “langt sund, skítkaldur sjór og ógeðslega þungur búnaður þegar maður kemur aftur í land” í mínum ruglaða huga, en ekki “kafa” = “úúúhhh… fallegir fiskar… úhhh… fallegar loftbólur… úúúhhh… fallegur þari…” sem ætti að vera eðlilega hugarástandið…)
… og já já … ég þarf að fara að setja upp myndir – kannski kemst eitthvað upp í kvöld – en holy cow! þetta eru um 150-200 stykki!! Ó, mig auma! 😉