2003-04-09Uncategorized Standard
Miðvikudagur 9. apríl 2003
Komið vor í CA
Í dag og í gær hefur verið extra hlýtt veður – vonandi þýðir þetta að vorið sé að koma og þetta vetrar”basl” sé búið… 🙂 Í gær fengum við Söruh, Augusto og Erin í heimsókn, og horfðum á High Fidelity, sem er á mínum topp 5 yfir uppáhalds rómantískar myndir… 🙂 Svo horfðum við á Daily Show með Jon Stewart sem er besti fréttatengdi gamanþátturinn í sjónvarpinu hérna (sýnt á Comedy Central klukkan 23:00 mán.-fim..). Í gær sagði hann frá sprengjunum fjórum (the bunker-blasters) sem þeir höfðu kastað á Saddam og að þær hefðu myndað risastóra sprengjugíga… eða “Freedom Holes” eins og þær væru nefndar… 🙂 🙂 (æji, þetta er ekki jafnfyndið í síðu og í sjónvarpi!… 😉