Mánudagur 14. apríl 2003
Sko! Nýtt lúkk! 🙂
Jújú, sunnudagurinn fór í að vefa nýjar síður og skipta nýjustu myndadagbókinni í tvennt því hvert “vist” í Trellix var farið að taka 3-4 mínútur. Nú inniheldur sem sagt nýjasti kaflinn bara um 400 myndir í staðinn fyrir 1206 eins og hann gerði fyrir skiptingu. 🙂 ((ójá, endilega kommentið á nýja lúkkið, þið þarna manneskjurnar fimm sem nennið ennþá að kíkja á bloggið mitt!!… 🙂 🙂
Mánudagurinn hefur annars verið tíðindalítill… Ég kláraði heimadæmin í Numerical Electromagnetics (Tölulegri rafsegulfræði?) og síðan þá er ég bara búin að vera að lalla. Fór í Pilates tímann (þar sem við Erin rúlluðum um og/eða reyndum að halda jafnvægi á plasthólkum) sem var fínn, nema hvað að ég virðist spennast eitthvað svo í öxlunum í honum að núna er ég næstum komin með vöðvabólgu sem er afar óvenjulegt. Hmm…
Úti eru mis-ógvænleg ský á himninum, sum eru hvít og fín – önnur ískyggilega svört. Mér er samt tjáð að sumarið sé rétt handan við hornið (lesist “næstu helgi”) með 20 stiga hita og heiðskýrum himni! 🙂