Þriðjudagur 15. apríl 2003
Jibbí-kóla! Kúl vefútvarp! 🙂
Ég var að flakka í gegnum daglega vefsíðuskammtinn í gær þegar ein þeirra benti á að BBC Radio 6 væri sérstaklega tileinkuð REM þann daginn (það var í gær sko). Þannig að littla fan-girlið ég setti upp heyrnartólin og byrjaði að hlusta. Og ég er ennþá hlustandi og það er kominn næsti dagur… 🙂
Ekki nóg með að þessi stöð spili alveg frábæra “alternative” tónlist þá kemur svona standard Motown feelingur og almennt popp/rokk dót inn á milli – og allt í frekar góðum hljóðgæðum (alltaf jafn merkilegt samt hvað tónlist kemur miklu betur út úr svona netspili en talað mál og klapp, sem hljómar alltaf jafn illa…) Ég er sem sagt húkked!! 🙂
Kúnna-vald
Svo verð ég nú að monta mig af því að hafa loksins manað mig upp í að kvarta yfir óréttlæti heimsins! 🙂 Svo er mál með vexti að ég og Finnur erum bara með einn farsíma og hann er “prepaid”, þ.e. við kaupum skafkort og/eða hringjum og látum fylla á með kreditkorti, nema hvað að innistæðan gildir bara í 2 mánuði. Ef maður fyllir á kortið áður en þessi 2 mánuðir eru liðnir þá heldur maður innistæðunni á kortinu, en ef maður er of seinn þá tapar maður peningunum… Ég var sem sagt búin að sjá það á vefsíðunni hjá Verizon Wireless að “expiration date” væri 15. apríl, svo ég sagði Finni setja þá dagsetningu í Outlookið. Hann hringdi síðan í morgun til að bæta $30 (2300 ísk) á reikninginn (sem er lágmarkið) – og þá kom í ljós að við vorum of sein!! Klukkan 04:00 í morgun var reikningurinn tæmdur af 56 dollurum (4300 ísk) og í staðinn fyrir að eiga $86 dollara þá áttum við bara skitna $30 dollara..!! 🙁
Mín var nú ekki nógu ánægð með það – vefsíðan sagði 15. apríl (ok kannski 01:00 eða eitthvað) en fyrr má nú fyrr vera… það munaði 6 klst á innistæðu og engri innistæðu!!! Þannig að ég hringdi (grautfúl að sjálfsögðu) og eftir að hafa rekið sögu mína þá samþykkti sölufulltrúinn að láta okkur fá 56 dollarana okkar aftur!! Jibbískibbííí!! 🙂 Nú er bara að muna að endurnýja aftur þann 14. júní!!! 🙂 🙂