2003-04-21Uncategorized Standard
Sunndagur 20. apríl 2003
Gleðilega páska!!
Dagurinn hófst á því að hún Helena dóttir Gunnhildar og Jóns leitaði uppi 15 plast-páskaegg full af nammi á meðan táningssonurinn Orri var á ströndinni með vini sínum. Eftir að við höfðum gúffað í okkur íslensk páskaegg númer eitt keyrðum við Finnur norður til Mountain View. Ferðin gekk bara vel, við lentum að vísu í nokkrum umferðarstíflum, og allt í allt tók bílferðin tæpa 6 klst.
Um kvöldið ákvað ég loksins að fara að fordæmi Óla og Hólmfríðar og sameina myndadagbókina og bloggið í eina síðu, enda hálf kauðalegt (illgjarnt?!?!) að neyða fólk til að leita að uppfærslum á tveimur vefsíðum… Við vonum að ykkur líki breytingin!! 🙂