Laugardagur 19. apríl 2003
Sól og blíða í LaLa-landi
Við Finnur ákváðum að þiggja gott boð um páskamat og gistingu og keyra niður til Gunnhildar frænku og Jóns sem búa við Los Angeles. Við lögðum af stað í gær um eittleytið og vorum “lent” í Encino klukkan sjö um kvöldið. Þar sem við þurfum að fara heim á sunnudaginn ætlar Gunnhildur hins vegar að elda páskamáltíðina í dag, laugardag. Þess má geta að það er eðal-gott veður í LaLa-landi og hver veit nema við skreppum á ströndina í dag… 🙂
Smá öppdeit
Fórum ekki á ströndina, heldur á svona slá-hafnarbolta (baseball) stað. Finnur fór fyrstur og hitti ekki 4 bolta af 30 (við vorum að slá afar hægfara “softball”, og í kringum okkur voru 6-8 ára krakkar að gera slíkt hið sama…). Síðan prófaði ég (Hrefna) og missti af 14 af 30… Næstur kom Jón og hann missti bara af þremur. Orri missti af 9 og Ezra vinur hans var eitthvað svipað mörgum. Hrefna sá að þetta gekk ekki lengur og reyndi aftur og hitti alla nema einn af 30! 🙂 Finnur reyndi tvisvar í viðbót en versnaði í hvert skiptið… Það hlýtur að hafa verið sterk sólin eða eitthvað… 🙂 En Ezra (og einn átta ára gutti) fóru með sigur af hólmi þegar þeir hittu alla 30 boltana…