Miðvikudagur 30. apríl 2003
Þjónusta við utangátta kosningaálfa
Hún Árdís var svo indæl að benda á kosninga-kompás Morgunblaðsins – sem hentar alveg brilljant fyrir svona landflótta manneskjur eins og mig. 🙂 Hér eru niðurstöðurnar frá Morgunblaðsvefsíðunni (“Here are the results of the morning-newspaper webpage” 😉
Vinstrihreyfingin – grænt framboð (U) 84%
Framsóknarflokkur (B) 80%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 79%
Nýtt afl (N) 78%
Samfylkingin (S) 77%
Sjálfstæðisflokkur (D) 70%
Jahananú! Þetta rifjar heldur betur upp gömlu góðu dagana þegar ég var ein af örfáum ekki-eitilhörðum/innfæddum-sjálfstæðisflokksmönnum í verkfræðinni hérna í den… 🙂 Annars er skondið að vera fluttur til Bandaríkjanna og uppgötva að “sjálfstæðisflokkurinn” hérna, þ.e. repúlíkanarnir, eru svo andstyggilegir að hver einasta manneskja (þar með taldir prófessorarnir) í háskólanum kýs “vinstri”, þ.e. demókratana. Allt í einu er ég sem sagt orðin ein af “hópnum”… 🙂
(Reyndar má nú auðveldlega gera úr því skóna demókratarnir séu ekki vinstri fyrir fimm aura, og varla til staðar heldur, en háskólaborgir eru víst frægar fyrir það samt að vera “liberal”.)