Mánudagur 3. mars 2003
Langflottasti dagurinn!
Í dag er sko langflottasta dagsetning ársins… 03.03.03!! Og hún er ennþá flottari fyrir þær sakir að í dag eigum við Finnur þriggja ára brúðkaupsafmæli, sem kennt er við leður! 🙂 Í tilefni dagsins kom Finnur með blómvönd á skrifstofuna, svo fórum við í Stanford Shopping Center þar sem ég ráfaði um og leitaði að gjöf handa Finni á meðan hann beið þolinmóður eftir mér á Max’s Opera Cafe (hann var nefnilega búinn að ráfa sjálfur um SSC áður en hann kom og náði í mig). Svo fengum við okkur fínan mat (medium-rare steikur) og skiptumst á gjöfum, hann gaf mér rosa flott leður-skartgripaskrín (því skartið mitt hefur allt verið í litlum ílátum hér og þar í baðherbergisskápnum) og ég gaf honum leður herra-snyrtiveski í staðinn fyrir gamla útjaskaða snyrtiveskið sem ég gaf honum fyrir einhverjum átta árum síðan eða svo!
Allt voða rómó!! 🙂