Föstudagur 7. mars 2003
Hágæða kæruleysi!
Í dag er nákvæmlega ein vika þar til við Erin eigum að skila lokaverkefninu í “scattering”, og í staðinn fyrir að húka í skólanum í viku eins og skepna, er ég að fara með Finni í skíðaferð ásamt Íslendingamafíunni til Lake Tahoe, nánar tiltekið til Heavenly!! 🙂 Þar er planið að sofa í tvær nætur í risahúsi og skíða svo amk á laugardeginum. Sunnudagurinn fer líklega í að skoða nágrennið og svo koma sér heim… Það tekur víst um 4 tíma að keyra þetta.
Mér til mikillar gleði þá er ég hins vegar búin með öll heimadæmi fyrir önnina, og ekkert framundan nema þetta lokaverkefni, og svo eitt lokapróf föstudaginn eftir tvær vikur. Og samkvæmt nýjustu útreikningum þá á ég svo bara eftir fjóra kúrsa í viðbót upp í kúrsaskylduna þegar þessi önn er búin!! 🙂