2003-03-18Uncategorized Standard
Þriðjudagur 18. mars 2003
$kattmann
Nú styttist óðum í að ég fljúgi til Englands (stríð?! hvaða stríð?!?!) og þar sem að mig langaði ekki til að gera neitt af skólaviti, þá sat ég við skólaskrifborðið og gerði “federal” og “state” skattskýrslunar fyrir okkur Finn í dag. Sem betur fer veitir Stanford okkur aðgang að vefsíðu sem gerir “federal” skýrsluna fyrir svona úgglendinga eins og okkur (þ.e. ef maður er kominn með öll eyðublöð og dagsetningar o.s.frv.) og “state” skýrsluna getur maður fyllt út á netinu á acrobat formi svo allt leit þetta vel út…
Svo fór ég á doktorsvörn hjá einum gæja, og svo í smá eftirpartý og fékk bjór… síðan prentaði ég út heimadæmasvör því ég er að fara í lokapróf á föstudaginn. Nú er bara að fara heim og horfa á Sopranos… 🙂