Mánudagur 24. mars 2003
Í Englandi
Við pabbi eyddum fyrri part dagsins í að túrhestast með ömmu minni, Huldu frænku og Co. um nágrenni Gillingham, áður en þau lögðu af stað aftur til Belgíu (komu í gær um leið og ég). Við túrhestuðumst til að sjá kastala og svo borðuðum við hádegimat á alvöru enskum pöbb, fengum barasta fínan mat sem kom á óvart miðað við hvað bretar eru yfirleitt miklir klaufar í eldhúsinu. Þegar heim var komið hrundi ég í rúmið, enda ekki alveg búin að jafna mig á flugferðinni og því að ná bara 3ja tíma svefni þá nótt. Á meðan náði pabbi í Anthony litla bróðir í skólann.
Aldrei þessu vant eldaði ég kvöldmat hjá pabba – sem þýddi að maturinn var ekki algjör krakkamatur og því var smá barátta við matarborðið (oj brokkolí… oj papríkur… oj þessi tegund af káli… 😉 En hann er nú orðinn 5 ára, og því kannski smá séns að hann hætti þessari matarfælni í ekki svo fjarstæðri framtíð!…?!?! 🙂
Nú er klukkan bara 16:00 hjá honum Finni mínum (sem ég skildi eftir einan í henni kolrugluðu ameríku) en komið miðnætti hjá mér… svo ég er farin í bælið – enda verslunardagur á morgun! Jibbískibbíí! 🙂 Bluewater… Here I come! 🙂