Sunnudagur 2. febrúar 2003
Double barnaafmæli!
Í dag fórum við í tvöfalt íslenskt barnaafmæli – Alma Hildur þeirra Soffíu og Ágústar er nýorðin 3 ára og Jakob þeirra Jónínu og Eggerts er nýorðinn 5 ára! 🙂 Það var sko heldur betur mikið um dýrðir og kökur og gjafir! 🙂
Kvöldið endaði heima hjá Soffíu og Co. þar sem við horfðum á áramótaskaupið 2002 og innlenda og erlenda fréttaannála sem var voða kósí.
Annars horfðum við á Minority Report á dvd í gærkvöldi (í fyrsta skipti) og þrátt fyrir að mér hafi almennt fundist myndin góð þá pirraði mig það alveg óendanlega hvað framtíðin var “ópraktísk”. Ef allir bílar eru t.d. tölvustýrðir – af hverju hafa bílarnir þá fyrir því að taka fram úr? Myndu þeir ekki bara allir keyra á sama (há)hraðanum? Eða ætti maður að geta stillt á “rómantískar ökuferðir”? Og hvað var þetta dæmi með að fólk var sífellt að færa litla glerkubba til? Ættu gagnageymslur ekki að hlýða raddskipunum? (“Keyrðu rómantíska diskinn”…) Og hvað var þetta dæmi í “höfuðstöðvunum” að skrifa á glerspjald, færa það 2 metra yfir á stóra skjáinn? Eru ekki til neinir vírar/kaplar í framtíðinni? Og svo ennþá betra… fangelsið… Af hverju í ósköpunum að eyða orku í að láta fangana fljóta upp og niður þegar maður á bara að geta farið að fanganum sem maður vill og færa hann upp? En svona fyrir utan það þá var þetta ágætis ræma svo sem…