Mánudagur 3. febrúar 2003
#Oh, FFT, oh FFT…#
Sat í dag og gerði það sem ég gat til að hafa uppi á merki frá 7km löngu loftneti á suðurpólnum, mælt á 10m loftnetni á útjaðri Suðurskautslandsins. Svo er nefnilega mál með vexti að ein rannsóknargrúppan hérna er með þetta langa loftnet og vildi prófa hvort það virkaði en fann svo ekkert í gögnunum. Þá var Linscott (minn advisor) fenginn í málið því hann hálf sérhæfir sig í að finna hluti sem eru týndir. Og þar sem ég er þrællinn hans þá lenti það á mér og minni tölvu að taka endalausar fourier varpanir (Fast Fourier Transform, aka FFT) til að plotta merkið í tíðni og sjá hvað væri í gangi í kringum 19300 Hz… Stanslaust stuð að sjálfsögðu og engin heimadæmi gerð á meðan. 😉
Um kvöldið var síðan Everwood-stund (awww) og svo setti ég afmælismyndir á myndadagbókin á meðan Finnur skrifaði skýrslur/ummæli um samstarfsfélaga sína fram á miðnætti…